Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2025 14:13 HiRISE-myndavél MRO-geimfarsins á braut um Mars tók þessa nærmynd af halastjörnunni 3I/Atlas 2. október 2025. Hún var þá í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá rauðu reikistjörnunni. NASA/JPL-Caltech/University of Arizona Nærmyndir sem geimför á og við Mars tóku af halastjörnu sem kemur frá öðru sólkerfi voru birtar í gær. Halastjarnan er aðeins þriðja fyrirbærið sem fundust hefur í sólkerfinu sem staðfest er að eigi sér uppruna utan þess. Stjörnufræðingar komu fyrst auga á halastjörnuna 3I/Atlas í sumar. Ferill hennar bendir til þess að hún komi úr öðru sólkerfi, líklega mun eldra en okkar. Halastjarnan þaut fram hjá Mars í síðasta mánuði. Bæði bandaríska geimvísindastofnunin NASA og evrópska geimstofnunin ESA notuðu tækifærið og beindu myndavélum könnunarfara sinna á yfirborð reikistjörnunnar og þeirra sem eru á braut um hana að halastjörnunni. NASA birti nokkrar slíkar myndir í gær, meðal annars frá Marskönnunarbrautarfarinu (MRO) sem náði sem náði einum bestu nærmyndunum af gestinum. Myndir MAVEN-brautarfarsins í útfjólubláu ljósi eiga að hjálpa til við að greina efnasamsetningu halastjörnunnar. Útfjólublá mynd MAVEN-geimfarsins af vetnisfrumeindum í hala 3I/Atlas. Halastjarnan sjálf er dökkleitari blái liturinn lengst til vinstri.NASA/Goddard/LASP/CU Boulder Halastjarnan er sýnileg frá jörðinni með hand- eða stjörnusjónauka fyrir dögun. Þegar hún fer næst jörðinni verður hún í um 269 milljón kílómetra fjarlægð um miðjan desember. Hún þýtur svo út úr sólkerfinu og snýr aldrei aftur þangað. 3I/Atlas er sérstaklega hraðskreið halastjarna og er hún talin eiga uppruna sinn í sólkerfi sem er mun eldra en sólkerfið okkar. Mögulega er hún hafa myndast áður en sólin og jörðin urðu til. Mynd af hala 3I/Atlas sem tekin var frá Ítalíu í gær.AP/Giaunluca Masi För halastjörnunnar í gegnum sólkerfið hefur ekki síst vakið athygli fyrir sakir ýmissa sérvitringa sem hafa fabúlerað um að hún gæti í raun verið geimskip utan úr geimnum. Fjarstæðukenndar tilgátur af því tagi hafa dregið athygli frá hversu merkileg halastjarnan er sem aðeins eitt örfárra fyrirbæra sem vitað er með vissu að komi utan sólkerfisins. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Stjörnufræðingar komu fyrst auga á halastjörnuna 3I/Atlas í sumar. Ferill hennar bendir til þess að hún komi úr öðru sólkerfi, líklega mun eldra en okkar. Halastjarnan þaut fram hjá Mars í síðasta mánuði. Bæði bandaríska geimvísindastofnunin NASA og evrópska geimstofnunin ESA notuðu tækifærið og beindu myndavélum könnunarfara sinna á yfirborð reikistjörnunnar og þeirra sem eru á braut um hana að halastjörnunni. NASA birti nokkrar slíkar myndir í gær, meðal annars frá Marskönnunarbrautarfarinu (MRO) sem náði sem náði einum bestu nærmyndunum af gestinum. Myndir MAVEN-brautarfarsins í útfjólubláu ljósi eiga að hjálpa til við að greina efnasamsetningu halastjörnunnar. Útfjólublá mynd MAVEN-geimfarsins af vetnisfrumeindum í hala 3I/Atlas. Halastjarnan sjálf er dökkleitari blái liturinn lengst til vinstri.NASA/Goddard/LASP/CU Boulder Halastjarnan er sýnileg frá jörðinni með hand- eða stjörnusjónauka fyrir dögun. Þegar hún fer næst jörðinni verður hún í um 269 milljón kílómetra fjarlægð um miðjan desember. Hún þýtur svo út úr sólkerfinu og snýr aldrei aftur þangað. 3I/Atlas er sérstaklega hraðskreið halastjarna og er hún talin eiga uppruna sinn í sólkerfi sem er mun eldra en sólkerfið okkar. Mögulega er hún hafa myndast áður en sólin og jörðin urðu til. Mynd af hala 3I/Atlas sem tekin var frá Ítalíu í gær.AP/Giaunluca Masi För halastjörnunnar í gegnum sólkerfið hefur ekki síst vakið athygli fyrir sakir ýmissa sérvitringa sem hafa fabúlerað um að hún gæti í raun verið geimskip utan úr geimnum. Fjarstæðukenndar tilgátur af því tagi hafa dregið athygli frá hversu merkileg halastjarnan er sem aðeins eitt örfárra fyrirbæra sem vitað er með vissu að komi utan sólkerfisins.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira