Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 17:07 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði lýðræðið eiga undir högg að sækja í heiminum. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33