Innlent

Skotið á hest­hús í Bolungar­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Fjallið Ernir við Bolungarvík.
Fjallið Ernir við Bolungarvík.

Tilkynnt var um för eftir haglaskot í þakkanti og veggklæðningu eins hesthúsanna sem stendur undir fjallinu Erni í Bolungarvík í gær.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar kemur fram að líklega hafi skoti eða skotum verið hleypt af í átt að húsinu um síðastliðna helgi.

„Þetta athæfi er litið alvarlegum augum og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá öllum þeim sem kunna að búa yfir þeim og gætu skipt máli við rannsókn málsins. Grunsamlegar mannaferðir um sl. helgi eða annað sem eru vel þegnar.

Hringja má í síma 112 eða senda skilaboð hér á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningunni.

Hesthúsin standa austan megin við fjallið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.