Innlent

„Vís­bendingar um að veðrið skipti um gír um næstu helgi“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það verður áfram kalt í veðri í vikunni.
Það verður áfram kalt í veðri í vikunni. Vísir/Vilhelm

Í dag er spáð svipuðu veðri og var um helgina að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að í stuttu máli megi búast við austlægri átt áfram í vikunni og að áfram verði fremur kalt. Él á víð og dreif og líkur eru á því að allir landshlutar hafi fengið skammt af éljum áður en vinnuvikan er á enda.

„Ef við leyfum okkur að rýna lengra fram í tímann, þá gefa spár sterkar vísbendingar um að veðrið skipti um gír um næstu helgi og þá taki við sunnanátt með hlýindum og rigningu sem einkum verður bundin við sunnanvert landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg átt 5-13 m/s. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en él á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti kringum frostmark, en vægt frost norðanlands. Kólnar í kvöld.

Norðaustan 3-10 á morgun, en 10-15 á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma um landið norðanvert, en él sunnanlands seinnipartinn. Hiti frá frostmarki syðst, niður í 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á þriðjudag:

Norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 á Vestfjörðum. Él um landið norðanvert og einnig syðst á landinu. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 5-13 og víða dálítil snjókoma eða él, en hægari vindur og úrkomulítið á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á fimmtudag og föstudag:

Suðaustan 8-13 og él sunnantil á landinu, hiti 0 til 4 stig. Þurrt á norðurhelmingi landsins og frost 0 til 5 stig.

Á laugardag:

Ákveðin suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:

Sunnanátt og rigning, en áfram úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×