Innlent

Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Rússar á Íslandi komu saman við sendiráð landsins í dag til mótmæla.
Rússar á Íslandi komu saman við sendiráð landsins í dag til mótmæla. Vísir/skjáskot

Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi.

Handtaku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny var mótmælt sem og handtökum á fjölda blaðamanna í Rússlandi. Mótmælendur sögðu að ef þeir hefðu mótmælt á sama hátt í Rússlandi, biði þeirra fangelsisvist.

„Við getum ekki látið í ljós vonbrigði okkar með aðgerðir stjórnvalda því slíkt eru menn fangelsaðir fyrir í Rússlandi. Jafnvel þótt maður geri það á svölum íbúðar sinnar, þá kemur lögreglan og handtekur mann,“ segir Andrei Menshenin, skipuleggjandi mótmælanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×