Lífið

Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Linda fór í aðgerð en varð að leggjast aftur inn á spítala vegna sýkingar. 
Linda fór í aðgerð en varð að leggjast aftur inn á spítala vegna sýkingar.  HI BEAUTY

„Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi.

„Ég var sumsé í aðgerð í sl. viku og í kjölfarið fékk ég sýkingu og endaði aftur á spítala. Það er ekkert grín að fá sýkingu en sem betur fer er að nást fyrir hana með hjálp sýklalyfja og ég á batavegi. Trúi því að ég verði orðin eins og nýsleginn túskildingur fyrr en varir,“ skrifar Linda í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.