Innlent

Kjaradeila framhaldsskólakennara til sáttasemjara

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kjaraviðræður hafa staðið frá því í september en þær viðræður hafa ekki þróast með þeim hætti sem aðilar væntu.
Kjaraviðræður hafa staðið frá því í september en þær viðræður hafa ekki þróast með þeim hætti sem aðilar væntu.

Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskóla hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara.

Félögin hafa verið samningslaus frá 1. janúar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.

Kjaraviðræður hafa staðið frá því í september en þær viðræður hafa ekki þróast með þeim hætti sem aðilar væntu.

Þann 17. apríl 2020 var stuttur samningur undirritaður sem gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti að vinna að nýjum samningi.

Samninganefndir eru sammála um að viðræður hafi ekki skilað ásættanlegum árangri og hafa því leitað til embættis ríkissáttasemjara um miðlun mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×