Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 06:40 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Frá þessu er greint í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt. Í færslunni segir að myndast hafi stór spurnga í sjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. „Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið,“ segir í færslunni. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Tuesday, January 26, 2021 Í umfjöllun á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær segir að óvenju mörg snjóflóð hafi fallið í snjóflóðahrinum í fyrrnefndum landshlutum undanfarna daga. „Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Þar eru þó aðeins skráð þau flóð sem ofanflóðavaktin fær tilkynningar um. Ljóst er að mun fleiri flóð hafa fallið án þess að þau hafi verið skráð. Mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði Mörg flóðanna hafa komið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum og eru ekki óvenjulega stór. Sum flóðanna hafa síðan verið óvenjuleg. „Það er til dæmis ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði, það er þó ekki óþekkt. Nú fóru snjóflóð yfir veginn á fimm stöðum á heiðinni,“ er haft eftir Hörpu Grímsdóttur, hópstjóra ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands. „Einnig er óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma“, segir Harpa. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Frá þessu er greint í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt. Í færslunni segir að myndast hafi stór spurnga í sjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. „Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið,“ segir í færslunni. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Tuesday, January 26, 2021 Í umfjöllun á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær segir að óvenju mörg snjóflóð hafi fallið í snjóflóðahrinum í fyrrnefndum landshlutum undanfarna daga. „Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Þar eru þó aðeins skráð þau flóð sem ofanflóðavaktin fær tilkynningar um. Ljóst er að mun fleiri flóð hafa fallið án þess að þau hafi verið skráð. Mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði Mörg flóðanna hafa komið úr hefðbundnum snjóflóðafarvegum og eru ekki óvenjulega stór. Sum flóðanna hafa síðan verið óvenjuleg. „Það er til dæmis ekki algengt að snjóflóð falli yfir þjóðveginn á Öxnadalsheiði, það er þó ekki óþekkt. Nú fóru snjóflóð yfir veginn á fimm stöðum á heiðinni,“ er haft eftir Hörpu Grímsdóttur, hópstjóra ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands. „Einnig er óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma“, segir Harpa.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira