Fótbolti

Guðný spilaði í tapi gegn Roma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðný Árnadóttir gerði þriggja ára samning við Val
Guðný Árnadóttir gerði þriggja ára samning við Val mynd/valur

Íslenska landsliðskonan Guðný Árnadóttir stóð vaktina í vörn Napoli þegar liðið heimsótti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Guðný er að láni hjá Napoli frá AC Milan eftir að hafa komið frá Val til AC Milan í vetur.

Napoli byrjaði betur og komst yfir eftir fjórtán mínútna leik en það voru Rómverjar sem fóru með forystu í leikhlé eftir mörk á 23. og 35.mínútu.

Napoli jafnaði metin úr vítaspyrnu á 56.mínútu en heimakonur náðu forystunni aftur átta mínútum síðar.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og 3-2 sigur Roma staðreynd. Guðný lék allan leikinn fyrir Napoli sem vermir botnsæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.