Dagurinn hefst klukkan 16.45 er Seinni bylgja kvenna gerir upp umferðina sem fór fram um helgina. Svava Kristín Grétarsdóttir og spekingar hennar rýna í fyrstu umferðina eftir kórónuveiruhlé.
Klukkan 17.00 er það leikur New York Knicks og Orlando Magic og þremur korterum síðar hefst upphitun Domino’s Körfuboltakvölds fyrir leiki kvöldsins.
Haukar mæta Keflavík á Ásvöllum klukkan 18.15 og klukkan 20.15 er það stórleikur Vals og KR en margir leikmenn Vals hafa leikið fyrir KR og gert það gott á síðustu árum.
Topplið ítalska boltans, AC Milan mætir Cagliari á heimavelli klukkan 19.45, og síðasta en ekki sísta beina útsending dagsins er Domino’s Körfuboltakvöld þar sem þeir gera upp aðra umferðina eftir COVID-hléið langa.