Tónlist

Föstudagsplaylisti Kocoon

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Lagalisti Árna er, eins og Plútó, á danssporbaug um sólu.
Lagalisti Árna er, eins og Plútó, á danssporbaug um sólu. Allan Sigurðsson

Árni Bragi Hjaltason, sem í ófá ár hefur þeytt skífum undir nafninu Kocoon, setti saman lagalista vikunnar. Þar eru dansvænir ryþmar í fyrirrúmi.

Meðfram því að auka álag á dansgólf bæjarins er hann verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hann er jafnframt meðlimur plötusnúðahópsins Plútó, sem halda regluleg klúbbakvöld ásamt því að vera með útvarpsþátt. Sá fór fyrst í loftið árið 2014 og er nú á hveru laugardagskvöldi á Útvarpi 101 frá 20-22.

Lagalistann segir Árni endurspegla smekk sinn þessa dagana. Listinn sé „hingað og þangað“ en með áherslu á það sem þau eru að gera í Plútó; „danstónlist á jaðri sólkerfisins.“

„Playlistinn á vonandi að virka sem ein heild þótt ég sé vanur að mixa hann sjálfur. Spotify verður að duga,“ segir Árni, réttilega óviss um mixhæfni streymisveitunnar sænsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×