Innlent

Fimm­tán sóttu um starf orku­mála­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Orkustofnunar.
Húsnæði Orkustofnunar. Orkustofnun

Alls bárust fimmtán umsóknir um starf orkumálastjóra sem nýverið var auglýst laust til umsóknar.

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hefur verið birtur listi yfir umsækjendur. Nýr orkumálastjóri, sem stýrir Orkustofnun, mun taka við af Guðna A Jóhannessyni sem hefur gegnt stöðunni frá 2008.

Umsækjendur eru:

 • Auður Sigurbjörg Hólmarsdóttir, hönnuður
 • Baldur Pétursson, verkefnastjóri
 • Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri
 • Björn Óli Hauksson, ráðgjafi
 • Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur
 • Guðmundur Bergþórsson, verkefnastjóri
 • Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður
 • Halla Hrund Logadóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri
 • Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri
 • Jónas Ketilsson, yfirverkefnisstjóri
 • Jón Þór Sturluson, dósent
 • Lárus M. K. Ólafsson, sérfræðingur og viðskiptastjóri
 • Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri
 • Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, verkefnastjóri
 • Sigurjón Norberg Kjærnested, forstöðumaður

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. maí 2021. Ráðherra hefur skipað nefnd til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá.

Nefndina skipa:

 • Kristín Haraldsdóttir lektor og formaður nefndarinnar,
 • Birgir Jónsson rekstrarhagfræðingur
 • Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.