Lífið

Election-stjarnan Jessi­ca Camp­bell er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jessica Campbell fór með hlutverk Tammy Metzler sem bauð sig fram gegn persónu Reese Witherspoon í kosningum til forseta nemendaráðs í bandarískum gagnfræðiskóla.
Jessica Campbell fór með hlutverk Tammy Metzler sem bauð sig fram gegn persónu Reese Witherspoon í kosningum til forseta nemendaráðs í bandarískum gagnfræðiskóla.

Bandaríska leikkonan Jessica Campbell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Election frá árinu 1999, er látin, 38 ára að aldri. Hún er sögð hafa hnigið niður á heimili sínu og hafi ekki tekist að bjarga lífi hennar. Ekki liggur fyrir hvað dró Campbell til dauða.

Myndin Election skartaði þeim Reese Witherspoon, Matthew Broderick og Chris Klein í aðalhlutverki og var í leikstjórn Alexander Payne.

Jessica Campbell fór í myndinni með hlutverk Tammy Metzler, yngri systur Paul Metzler, sem ákveður að bjóða sig fram gegn Tracy Flick, persónu Witherspoon, í kosningum til forseta nemendaráðs í bandarískum gagnfræðiskóla.

Jessica Campbell fór á leiklistarferli sínum einnig með hlutverk í þáttunum Freaks and Geeks.

Witherspoon minnist Campbell á samfélagsmiðlum í gær og segist miður sín eftir að hafa fengið fréttirnar um andlát Campbell. Það hafi verið mikil ánægja að fá að leika á móti Campbell við gerð myndarinnar.

Campbell lætur eftir sig soninn Oliver, tíu ára.

Jessica Campbell varð 38 ára.JessicaCampbellmemorialFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.