Lífið

Leikarinn John Reilly er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
John Reilly fór með hlutverk Bill Taylor, föður Kelly Taylor, í þáttunum Beverly Hills 90210.
John Reilly fór með hlutverk Bill Taylor, föður Kelly Taylor, í þáttunum Beverly Hills 90210.

Bandaríski leikarinn John Reilly, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í General Hospital, Dallas og Beverly Hills 90210, er látinn.

Caitlyn Reilly, dóttir Reilly, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær.

Á vefnum Imdb segir að Reilly hafi birst í 76 þáttum af General Hospital, langlífustu sápuóperu sem enn er í framleiðslu.

Hann kom einnig fram í sex þáttum af Dallas og átta þáttum af Beverly Hills 90210 þar sem hann fór með hlutverk föður Kelly Taylor.

Reilly talaði einnig fyrir persónuna Hawkeye í sjónvarpsþáttaröðinni Iron Man á tíunda áratugnum.

Ferill Reilly í sjónvarpi hófst árið 1956 og stóð til 2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.