Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að búið er að tryggja bóluefni fyrir alla þjóðina og rúmlega það, eða fyrir 660 þúsund manns. Þá verður rætt við prófessor í ónæmisfræði sem furðar sig á því að stjórnvöld skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni. Hann telur að annars hefði verið hægt að bólusetja alla þjóðina og mynda hjarðónæmi á skömmum tíma.

Einnig segjum við frá því að mikil tilhlökkun er hjá Selfyssingum fyrir opnun fjölnotaíþróttahúss sem verður tekið í notkun í sumar, en húsið er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar að stærð með sextán metra lofthæð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö - og alltaf fréttir á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×