Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Fjöldatakmarkanir miða við 20 manns, heimilt verður að bjóða upp á hópatíma á líkamsræktarstöðvum og fleiri mega sækja menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið. Reglurnar taka gildi í næstu viku með fyrirvara um breytingar á faraldrinum hér á landi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á fréttirnar hér. 

Við verðum í beinni útsendingu úr miðbænum en bareigendur eru ósáttir við að tilslakanir nái ekki til þeirra. Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Hreyfingar um væntanlegt fyrirkomulag í líkamsræktarstöðvum sem heimilt verður að opna í næstu viku.

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings gætu ákært Donald Trump forseta til embættismissis strax eftir helgi vegna meints uppreisnaráróðurs. Farið verður yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við konu sem varð fyrir hnífstunguárás á heimili sínu síðasta sumar. Hún telur kerfið hafa brugðist þar sem maðurinn gekk laus þrátt fyrir að stuttu áður framið aðra alvarlega líkamsárás. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í héraðsdómi í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.