Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:30 Gunnar er einn af þeim fjölmörgu sem upplifa tengslarof í foreldrahlutverkinu. Hann segir að það hefði verið fínt að vita áður að þetta gæti gerst. Líf dafnar „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira
Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira