Lífið

Drama, gleði og vatnsglas í andlitið í fyrstu stiklunni úr Æði 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greinilega nóg um að vera í 2. þáttaröðinni.
Greinilega nóg um að vera í 2. þáttaröðinni.

Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, snýr aftur á skjáinn þegar Æði 2 hefur göngu sína síðar í mánuðinum.

 Æði eru fyrstu þættir sinnar tegundar hér á landi og því er endurkoma þessi fagnaðarerindi mikið fyrir aðdáendur þáttanna.

Líkt og kunnugt er lauk fyrstu þáttaröð á því að Patti flaug til Síle að heimsækja föðurfjölskyldu sína. Hann er nú snúinn aftur til Íslands, reynslunni ríkari og tilbúinn að halda ferðalagi sínu í átt að heimsfrægð.

Plakatið fyrir Æði 2, sem lendir á Stöð 2 Maraþon eftir um tvær vikur.

Binna Glee þarf vart að kynna en feimni og einlægi strákurinn að norðan hefur sigrað hjörtu fjöldamargra Íslendinga eftir að hann varð frægur á Snapchat. Bassi Maraj er hægri hönd Patta en hann sló í gegn í fyrstu þáttaröð af Æði og varð fljótt uppáhald margra áhorfenda. Auk þeirra kynnast áhorfendur nýjum vinum Patta og hver veit nema kærasti hans, Keem, láti sjá sig.

Fyrsti þáttur Æði 2 lendir á Stöð 2 Maraþon fimmtudaginn 21. janúar en hér að neðan má sjá stiklu úr þáttaröðinni.


Tengdar fréttir

„Fólk má alveg búast við drama“

Æði er raunveruleikaþáttur um íslenskan áhrifavald og er þáttaröðin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Patrekur Jaime er 19 ára samfélagsmiðla áhrifavaldur, fæddur og uppalinn á Akureyri en á ættir að rekja til Chile.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.