Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2021 22:32 Fé rekið inn í réttir Land- og Holtamanna við Áfangagil í haust eftir smölun af Landmannaafrétti. Réttirnar eru norðan Heklu og einu hálendisréttir landsins. Einar Árnason Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn. Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn.
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50