Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 11:18 Unglingadrykkja virðist verða óvinsælari með árunum. Getty Vísbendingar eru um að áfengisdrykkja meðal grunnskólabarna sé að minnka samkvæmt Íslensku æskulýðskönnunni. Líðan barna í tíunda bekk fer batnandi en stelpur upplifa meiri kvíða og depurð en strákar. Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025. Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025.
Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira