Innlent

Sótti veikan sjómann

Sjómaður veiktist alvarlega um borð í íslensku nótaskipi austur af Hornafirði í nótt og óskaði skipstjórinn eftir þyrlu til að flytja hann á sjúkrahús. Gæsluþyrla var send austur í nótt og hífði sjómanninn um borð undir morgun.

Síðan var höfð viðdvöl á flugvellinum í Hornafirði til að taka eldsneyti og er þyrlan væntanleg með manninn til Reykjavíkr um klukkan hálf níu.

Þá sótti þyrla Gæslunar slasaðan útlending í Búðardal í gær eftir að hann hafði velt bíl sínum á malarvegi í Saurbænum. Hann var meðal annars með höfuðáverka og jafnvel skaddaðan hrygg, en var þó ekki talinn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×