Minnisstæðast að geta bjargað fólki Hrund Þórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:00 Fimm ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum á Haítí og enn eru aðstæður þar afar erfiðar. Skjálftinn var sjö á Richter og lagði höfuðborginai Port-au-Prince nánast í rúst. 220 þúsund manns létu lífið og 300 þúsund slösuðust. Frammistaða íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún fyrst á staðinn og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af henni að störfum á vettvangi. „Það þótti mjög einkennilegt hvað við náðum að bregðast fljótt við,“ segir Bragi Reynisson, stjórnandi íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. „Menn voru búnir að setja okkur í annan flokk og gert var ráð fyrir að við yrðum lengi á leiðinni, því við vorum svo langt frá þessum helstu skaðasvæðum.“ Sveitin vann að grófri rústaleit og bjargaði auk þess þremur úr bráðri lífshættu. Hvað stóð upp úr eftir þessa sjö daga á staðnum? „Það er náttúrlega fyrst og fremst að geta bjargað einhverjum,“ segir Bragi. „Og ekki bara að geta bjargað einhverjum út úr rústum heldur líka bara að geta verið til staðar fyrir almenning í landinu og látið gott af sér leiða með þeim hætti.“ Sveitin skildi auk þess eftir hjálpargögn fyrir um tíu milljónir króna enda þótti ekki forsvaranlegt að taka þau með heim þar sem aðstæður voru afar slæmar. Bragi segir ástandið lítið hafa breyst á svæðinu og að enn búi fólk í tjöldum og hálfhrundum húsum. Hins vegar hafi hamfarirnar orðið til framfara í þekkingu á hættusvæðum og nýsköpunar fyrir aðstæður sem þessar. „Þetta kveikti í mjög mörgum að láta gott af sér leiða og reyna að koma með nýjungar inn í þennan heim,“ segir hann. Bragi þakkar almenningi stuðning við sveitina. Myndirðu fara aftur ef útkallið kæmi í dag? „Ekki spurning, ég myndi ekki hika við það,“ segir hann að lokum með áherslu. Tengdar fréttir Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07 Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Fimm ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum á Haítí og enn eru aðstæður þar afar erfiðar. Skjálftinn var sjö á Richter og lagði höfuðborginai Port-au-Prince nánast í rúst. 220 þúsund manns létu lífið og 300 þúsund slösuðust. Frammistaða íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún fyrst á staðinn og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af henni að störfum á vettvangi. „Það þótti mjög einkennilegt hvað við náðum að bregðast fljótt við,“ segir Bragi Reynisson, stjórnandi íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. „Menn voru búnir að setja okkur í annan flokk og gert var ráð fyrir að við yrðum lengi á leiðinni, því við vorum svo langt frá þessum helstu skaðasvæðum.“ Sveitin vann að grófri rústaleit og bjargaði auk þess þremur úr bráðri lífshættu. Hvað stóð upp úr eftir þessa sjö daga á staðnum? „Það er náttúrlega fyrst og fremst að geta bjargað einhverjum,“ segir Bragi. „Og ekki bara að geta bjargað einhverjum út úr rústum heldur líka bara að geta verið til staðar fyrir almenning í landinu og látið gott af sér leiða með þeim hætti.“ Sveitin skildi auk þess eftir hjálpargögn fyrir um tíu milljónir króna enda þótti ekki forsvaranlegt að taka þau með heim þar sem aðstæður voru afar slæmar. Bragi segir ástandið lítið hafa breyst á svæðinu og að enn búi fólk í tjöldum og hálfhrundum húsum. Hins vegar hafi hamfarirnar orðið til framfara í þekkingu á hættusvæðum og nýsköpunar fyrir aðstæður sem þessar. „Þetta kveikti í mjög mörgum að láta gott af sér leiða og reyna að koma með nýjungar inn í þennan heim,“ segir hann. Bragi þakkar almenningi stuðning við sveitina. Myndirðu fara aftur ef útkallið kæmi í dag? „Ekki spurning, ég myndi ekki hika við það,“ segir hann að lokum með áherslu.
Tengdar fréttir Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07 Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07
Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45