Lífið

Komin með nýjan mann

Kate Bosworth er komin með nýjan mann upp á arminn eftir sambandsslitin við Alexander Skarsgård. nordicphotos/getty
Kate Bosworth er komin með nýjan mann upp á arminn eftir sambandsslitin við Alexander Skarsgård. nordicphotos/getty
Leikkonan Kate Bosworth grætur ekki endalok samband síns og True Blood-leikarans Alexanders Skarsgård. Aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um sambandsslitin hefur hún tvisvar sést í för með leikstjóranum Michael Polish.

Parið kynntist við tökur kvikmyndarinnar Big Sur þar sem Polish leikstýrir Bosworth. Fyrst sást til þeirra á Chateau Marmont-hótelinu þar sem þau snæddu saman kvöldverð. Stuttu síðar sást til parsins á Coldplay-tónleikum og að sögn sjónarvotta hélt Polish utan um Bosworth allan tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.