Enski boltinn

Bruce fúll út í blaðamenn

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er orðinn þreyttur á endalausum sögum um að hann verði brátt rekinn sem stjóri félagsins. Hann segir fréttaflutninginn vera fáranlegan.

"Mér finnst mikið af þeirri gagnrýni sem ég hef fengið vera óheiðarleg og ósanngjörn. Svona ganga samt þessir hlutir fyrir sig hér," sagði Bruce.

"Við töpuðum fyrir Newcastle og þá fór allt í gang. Þess utan höfum við ekki enn komist almennilega í gang. Við hljótum samt að vera að gera eitthvað rétt því í fyrra enduðum við í tíunda sæti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×