Lífið

Opna Forréttabar á næstunni

Nýi staðurinn verður opnaður við Nýlendugötu um næstu mánaðamót. fréttablaðið/valli
Nýi staðurinn verður opnaður við Nýlendugötu um næstu mánaðamót. fréttablaðið/valli
„Þetta verður alveg frábær staður,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson. Eigendur Humarhússins ætla að opna veitingastaðinn Forréttabarinn um næstu mánaðamót. Hann verður staðsettur á Nýlendugötu 14 þar sem verslunin Liborius var áður til húsa. Undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana.

„Við verður bara með forrétti, mjög ódýra. Við ætlum ekki að splæsa í dýrt umhverfi eða einhverja „fansý“ þjónustu. En auðvitað verður þarna snyrtilegt og flott líka,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, sem er eigandi Humarhússins ásamt Ottó Magnússyni. „Ég og Ottó erum búnir að vera með þessa forréttahugmynd svo lengi að við urðum að koma henni frá okkur.“

Aðspurður segir hann að engir forréttastaðir séu til hér á landi, nema þá helst Tapas-staðir. „Þetta verða forréttir alls staðar að. Við ætlum að reyna að einblína á íslenskt hráefni. Við reiknum með tveimur til þremur forréttum á mann eða þá fjórum til sex hálfum forréttum á mann, þannig að þú náir að smakka sem mest,“ segir Guðmundur Þór og nefnir að bæði geit og hvalur verði á boðstólnum. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.