Ný gögn lögð fram í nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 10:27 Vísir/Mynd úr safni Ríkissaksóknari mun í dag leggja fram ný sönnunargögn í máli Wojciech Marcin Sadowski sem í nóvember var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa nauðgað og svipt ástralska konu frelsi. Sadowski, sem er pólskur ríkisborgari, áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir þann 30. apríl næstkomandi. Ákæruvaldið krefst hins vegar þyngri refsingar í málinu. Skýrslutökur munu fara fram vegna gagnaframlagningarinnar í héraði sem verða í kjölfarið send Hæstarétti. Málavextir eru þeir að maðurinn var þann 11. nóvember dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa haldið konunni nauðugri í húsnæði í Lágmúla í Reykjavík í 30-40 mínútur. Það nauðgaði hann konunni og veittist að henni. Auk fangelsisdómsins var honum gert að greiða konunni 3,2 milljónir í bætur. Ákæran var tvískipt. Annars vegar ákæra fyrir frelsissviptingu og hins vegar sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. Maðurinn hitti konuna í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi í apríl fyrir tæpu ári. Varð konan viðskila við tvo vini sína í miðborginni og bauð Sadowski henni far. Næst sagðist konan ekki muna eftir sér fyrr en hún vaknaði í húsnæði sem líktist vöruskemmu sem verið væri að gera upp. Hún hafi haft áhyggjur af því að hún myndi missa af flugi sínu en komist að því að húsnæðið væri læst. Þá reyndi hún að vekja manninn sem vildi fá hana til að eiga við sig kynferðismök. „Hún kvaðst hafa öskrað á hann að hún þyrfti að komast út. Þá hefði hann lamið hana og beðið hana að veita sér munnmök. Hún kvaðst hafa áttað sig á því að eina leiðin til að komast í burtu væri að eiga við hann munnmök og bíta hann. Það hefði hún gert og bitið eins fast og hún gat í getnaðarlim mannsins svo að hann hefði hlotið áverka af,“ eins og segir í ákærunni. Í kjölfarið hóf maðurinn að kýla hana og sparka í hana. Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 30. apríl. Tengdar fréttir Nauðgaði og beitti ástralska konu stórfelldu ofbeldi Karlmaður á tuttugusta og fjórða aldursári var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. 6. nóvember 2013 16:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Ríkissaksóknari mun í dag leggja fram ný sönnunargögn í máli Wojciech Marcin Sadowski sem í nóvember var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa nauðgað og svipt ástralska konu frelsi. Sadowski, sem er pólskur ríkisborgari, áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir þann 30. apríl næstkomandi. Ákæruvaldið krefst hins vegar þyngri refsingar í málinu. Skýrslutökur munu fara fram vegna gagnaframlagningarinnar í héraði sem verða í kjölfarið send Hæstarétti. Málavextir eru þeir að maðurinn var þann 11. nóvember dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa haldið konunni nauðugri í húsnæði í Lágmúla í Reykjavík í 30-40 mínútur. Það nauðgaði hann konunni og veittist að henni. Auk fangelsisdómsins var honum gert að greiða konunni 3,2 milljónir í bætur. Ákæran var tvískipt. Annars vegar ákæra fyrir frelsissviptingu og hins vegar sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. Maðurinn hitti konuna í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi í apríl fyrir tæpu ári. Varð konan viðskila við tvo vini sína í miðborginni og bauð Sadowski henni far. Næst sagðist konan ekki muna eftir sér fyrr en hún vaknaði í húsnæði sem líktist vöruskemmu sem verið væri að gera upp. Hún hafi haft áhyggjur af því að hún myndi missa af flugi sínu en komist að því að húsnæðið væri læst. Þá reyndi hún að vekja manninn sem vildi fá hana til að eiga við sig kynferðismök. „Hún kvaðst hafa öskrað á hann að hún þyrfti að komast út. Þá hefði hann lamið hana og beðið hana að veita sér munnmök. Hún kvaðst hafa áttað sig á því að eina leiðin til að komast í burtu væri að eiga við hann munnmök og bíta hann. Það hefði hún gert og bitið eins fast og hún gat í getnaðarlim mannsins svo að hann hefði hlotið áverka af,“ eins og segir í ákærunni. Í kjölfarið hóf maðurinn að kýla hana og sparka í hana. Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 30. apríl.
Tengdar fréttir Nauðgaði og beitti ástralska konu stórfelldu ofbeldi Karlmaður á tuttugusta og fjórða aldursári var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. 6. nóvember 2013 16:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Nauðgaði og beitti ástralska konu stórfelldu ofbeldi Karlmaður á tuttugusta og fjórða aldursári var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. 6. nóvember 2013 16:54