Möguleikar á hóteli í miðbæ Hafnarfjarðar kannaðir Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2015 17:22 Á fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað þar sem fram kemur að samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum á Íslandi úr 1.035 þúsund árið 2005 í 2.320 þúsund árið 2014. vísir/Pjetur Á fundi bæjarráðs í morgun var rætt um hóteluppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri segir grundvöll fyrir nýju hóteli í Hafnarfirði en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðabæ. „Í Hafnarfirði eru nú tvö þriggja stjörnu hótel, Hótel Víking og Hótel Hafnarfjörður með um 350 gistipláss og samkvæmt upplýsingum frá eigendum þeirra var nýting hótelanna mjög góð á síðasta ári. Samkvæmt þessu og öflugum vexti í ferðaþjónustu á Íslandi, einkum utan sumartíma, virðist augljóslega grundvöllur fyrir þriðja hótelinu í Hafnarfirði. Kannanir sýna að 15% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2014 höfðu einhverja viðdvöl í Hafnarfirði. Þar af gistu rúmlega 3%, í að jafnaði 3,1 nótt, en um 12% komu í dagsferð. Það þýðir að aðeins 20% þeirra sem áttu viðdvöl í bænum gistu þar og þarna er klárlega sóknarfæri“ segir Haraldur. Á fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað þar sem fram kemur að samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum á Íslandi úr 1.035 þúsund árið 2005 í 2.320 þúsund árið 2014, eða um 124%. Þar af var hlutdeild heilsárshótela á höfuðborgarsvæðinu 67-70%. Árið 2014 stefnir í að gistinætur þeirra verði alls um 1.560 þúsund eða 67% af heildinni. Af gistinóttum á heilsárshótelum á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 má áætla að hlutur hótelanna tveggja í Hafnarfirði hafi verið nálægt 4%. Í tilkynningunni segir að með ákveðnum forsendum í huga má gera ráð fyrir að gistinætur á nýju hóteli verði 65 þúsund á ári og útgjöld viðskiptavinanna nálægt 2 milljörðum á ári. Þar af fari um 1,2 milljarðar í gegnum gististaðinn en um 300 milljónir í útgjöld annars staðar í Hafnarfirði og 500 milljónir víðar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, s.s. í skipulagðar ferðir, veitingahús, eldsneyti, verslun, söfn/sýningar og aðra afþreyingu. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Á fundi bæjarráðs í morgun var rætt um hóteluppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri segir grundvöll fyrir nýju hóteli í Hafnarfirði en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðabæ. „Í Hafnarfirði eru nú tvö þriggja stjörnu hótel, Hótel Víking og Hótel Hafnarfjörður með um 350 gistipláss og samkvæmt upplýsingum frá eigendum þeirra var nýting hótelanna mjög góð á síðasta ári. Samkvæmt þessu og öflugum vexti í ferðaþjónustu á Íslandi, einkum utan sumartíma, virðist augljóslega grundvöllur fyrir þriðja hótelinu í Hafnarfirði. Kannanir sýna að 15% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2014 höfðu einhverja viðdvöl í Hafnarfirði. Þar af gistu rúmlega 3%, í að jafnaði 3,1 nótt, en um 12% komu í dagsferð. Það þýðir að aðeins 20% þeirra sem áttu viðdvöl í bænum gistu þar og þarna er klárlega sóknarfæri“ segir Haraldur. Á fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað þar sem fram kemur að samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum á Íslandi úr 1.035 þúsund árið 2005 í 2.320 þúsund árið 2014, eða um 124%. Þar af var hlutdeild heilsárshótela á höfuðborgarsvæðinu 67-70%. Árið 2014 stefnir í að gistinætur þeirra verði alls um 1.560 þúsund eða 67% af heildinni. Af gistinóttum á heilsárshótelum á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 má áætla að hlutur hótelanna tveggja í Hafnarfirði hafi verið nálægt 4%. Í tilkynningunni segir að með ákveðnum forsendum í huga má gera ráð fyrir að gistinætur á nýju hóteli verði 65 þúsund á ári og útgjöld viðskiptavinanna nálægt 2 milljörðum á ári. Þar af fari um 1,2 milljarðar í gegnum gististaðinn en um 300 milljónir í útgjöld annars staðar í Hafnarfirði og 500 milljónir víðar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, s.s. í skipulagðar ferðir, veitingahús, eldsneyti, verslun, söfn/sýningar og aðra afþreyingu.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira