Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 14:29 Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur. Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur.
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira