Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Leikskólinn 101 Forstjóri Barnaverndarstofu segir hugsanlega heppilegra að lögregla taki strax upp rannsókn á meintu ofbeldi á leikskólanum 101. Fréttablaðið/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent