Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Leikskólinn 101 Forstjóri Barnaverndarstofu segir hugsanlega heppilegra að lögregla taki strax upp rannsókn á meintu ofbeldi á leikskólanum 101. Fréttablaðið/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira