Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Leikskólinn 101 Forstjóri Barnaverndarstofu segir hugsanlega heppilegra að lögregla taki strax upp rannsókn á meintu ofbeldi á leikskólanum 101. Fréttablaðið/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira