Enski boltinn

Benitez klár í nýjan samning

Stuðningsmenn Liverpool elska Rafa Benitez
Stuðningsmenn Liverpool elska Rafa Benitez NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vera til í að framlengja samning sinn við félagið í kjölfar fundar með eigendunum á dögunum.

Benitez hitti eigendur félagsins eftir tapið gegn Manchester United um helgina og þar er sagt að þeir hafi komið sínum málum á hreint eftir meintar deilur undanfarnar vikur.

"Mér er létt og ég vil gjarnan klára samninginn minn og framlengja hann ef færi gefst. Fjölskyldunni líður vel á Englandi og mér hefur verið tekið mjög vel í landinu. Við eigum ekki langt í land með að keppa um meistaratitilinn og erum með mun betri árangur en á síðustu leiktíð. Svo komumst við líka áfram í Meistaradeildinni. Við erum í góðri stöðu," sagði Benitez í samtali við Sport.

Hann segir fréttir af deilum sínum við eigendur Liverpool hafa verið ýktar. "Þetta var blásið upp og Bandaríkjamennirnir vilja aðeins það sem er félaginu fyrir bestu rétt eins og ég. Stuðningsmennirni vilja mig líka áfram eins og 40,000 undirskriftir allt frá Ástralíu til Asíu sýndu. Stuðningsmenn Liverpool vilja greinilega halda stjóranum sem hefur unnið fjóra stóra titla," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×