Karlahlaupið blásið af vegna verkfalls Eflingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:21 Fulltrúar Mottumars heimsóttu Bessastaði í gær þar sem þeir afhentu forseta Íslands litríka sokka. Vísir/sigurjón Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg. Meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf eru þau sem sinnt hafa snjóruðningi á hinum ýmsu stígum borgarinnar. Ætlunin var að leggja af stað frá Hörpu og hlaupa sem leið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Af því verður þó ekki. „Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum” segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins. í tilkynningu sem send var út vegna frestunarinnar. Halla segir aukinheldur að sér þyki þetta bagaleg staða, ekki síst fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir til að geta tekið þátt í hlaupinu. Búið sé þó að hafa samband við alla sem skráðu sig og þeim gert viðvart. „Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,” segir Halla. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en síðast var fundað á miðvikudag. Ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar halda því áfram en þær hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur. Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg. Meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf eru þau sem sinnt hafa snjóruðningi á hinum ýmsu stígum borgarinnar. Ætlunin var að leggja af stað frá Hörpu og hlaupa sem leið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Af því verður þó ekki. „Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum” segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins. í tilkynningu sem send var út vegna frestunarinnar. Halla segir aukinheldur að sér þyki þetta bagaleg staða, ekki síst fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir til að geta tekið þátt í hlaupinu. Búið sé þó að hafa samband við alla sem skráðu sig og þeim gert viðvart. „Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,” segir Halla. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en síðast var fundað á miðvikudag. Ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar halda því áfram en þær hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur.
Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49