Lífið

Jói Fel leiðréttir misskilning um sambandsstöðu sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jói Fel er alltaf léttur og skemmtilegur á Instagram.
Jói Fel er alltaf léttur og skemmtilegur á Instagram.

Nokkuð spaugilegur misskilningur átti sér stað í vikunni þegar Jói Fel var að elda á Instagram eins og hann gerir reglulega við mikla hrifningu fylgjenda hans.

Að þessu sinni var hann að elda einn og talaði um að svona væri piparsveinalífið. Fylgjendur hans héldu því að hann væri orðinn einhleypur og ræddi Sigga Lund málið við hann á Bylgjunni í vikunni.

„Konan mín fékk meira segja skilaboð um þetta,“ segir Jói Fel.

„Ég er bara þarna að elda fyrir sjálfan mig og stunum líður mér eins og ég sé kominn aftur í sjónvarpið. Stundum þegar ég er búinn að eiga langan dag hugsa ég að ég fari bara út í kjötbúð og tek bara piparsveinamatinn á þetta. Ég lét síðan það flakka á Instagram að svona ættu piparsveinar að elda. Ég er ekkert á lausu, ég datt bara í sjónvarpsgírinn og var að segja hvernig hinir piparsveinarnir ættu að elda.“

Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.

Klippa: Jói Fel leiðréttir misskilning um sambandsstöðu sína





Fleiri fréttir

Sjá meira


×