Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2019 22:15 Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira