Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd 28. maí 2006 19:44 Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira