Innlent

Norrænar reglur um matvælaöryggi

Norrænir ráðherrar samþykktu í dag reglur um matvælaöryggi en þeim er meðal annars ætlað að koma að gagni í baráttunni gegn offitu barna. Umhverfisráðherra segir aðrar norrænar þjóðir taka öðruvísi á málum, til dæmis með því að gera skólamáltíðir að skyldu. Hópur norrænna ráðherra og embættismanna er nú á Akureyri þar sem fjallað er um svokallað matvælaöryggi, þ.e. gæði og hreinleika þess sem við setjum ofan í okkur. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir ráðherrana vinna að norræni áætlun til að taka á matvælaöryggi og offituvandanum sem er til staðar, eða að verða það, á öllum Norðurlöndunum. Það minnki lífsgæði barna mjög mikið auk þess sem það kosti heilbrigðiskerfið umtalsverðar upphæðir. Siv segir ekki eins tekið á næringarmálum barna alls staðar eins á Norðurlöndunum. Í sumum þeirra sé það til dæmis skylda að vera með skólamáltíðir, sem greiddar eru með skattfé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×