Deilur hamla uppbyggingu 13. ágúst 2004 00:01 Brýn þörf er á að byggja hverasvæðið í Haukadal upp, að sögn Árna hjá Umhverfisstofnun. Hann segir, að það hafi hins vegar ekki verið hægt til þessa vegna mótmæla hluta þeirra sem eiga land að svæðinu eða hluta af því. "Það þarf að lagfæra göngustígana og gera þá skýrari og betri," segir hann. "Þá þyrfti jafnvel að reisa útsýnispall uppi í brekkunni, til að hægt sé að horfa meira niður í Geysisskálina. En málið er það, að ríkið á einungis þrjá hektara innan girðingar. Á þeim eru Geysir og Strokkur. Það hafa verið viðræður í heil níu ár, með hléum, milli ríkisins og annarra sem eiga þarna land. Það hefur ekki náðst samkomulag um uppbygginguna. Fyrir þremur árum stóð til að gera göngupalla á svæðinu. Við vorum komnir með efni á staðinn og fólk til að vinna það. Þá stöðvuðu þessir aðilar, sem eiga svæðið á móti ríkinu, þessar framkvæmdir af, þannig að farið var með göngupallana inn á Hveravelli." Árni segir að andstaða landeigendanna byggist á því, að fari ríkið í uppbyggingu á svæðinu, þannig að það verði landi og þjóð til sóma, þá sé búið að létta allri pressu af því að kaupa landið. Hann kveðst vel skilja sjónarmið þeirra, því um hagsmunamál sé að ræða. "Málið er því í sjálfheldu og það er hvorki hægt að komast aftur á bak né áfram með það," segir hann. "Það stóð til að deiliskipuleggja svæðið og teikna það allt upp á síðasta ári. Við fengum þá beiðni frá umhverfisráðuneytinu um að fresta því, þar sem á þeim tíma voru viðræður í gangi, sem ráðuneytið taldi hættu á að myndu spillast ef farið væri að ýta við málinu." Hvað varðar framkomna gagnrýni á skort á öryggismerkingum á hverasvæðinu sagði Árni að Umhverfisstofnun teldi sig tryggja lágmarksöryggi á því. "Það eru bönd þarna og ætlast er til að fólk fari ekki yfir þau. Því miður er það þannig, að sumir menn virða það ekki. Við höfum upplifað það margoft, að jafnvel sumir leiðsögumenn hópanna eru fyrstir til að stíga yfir böndin. Svo er alltaf spurning hversu mikið eigi að girða eða merkja, því ef of mikið er gert af því er verið að eyðileggja upplifun ferðamanna á staðnum og skemma allar myndir sem fólk er að taka af þessum fyrirbærum. Við erum að reyna að fara bil beggja. Svo erum við með starfandi landvörð þarna allt sumarið. Hann tryggir að merkingar séu í lagi og fræðir fólk sem kemur á staðinn." Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Brýn þörf er á að byggja hverasvæðið í Haukadal upp, að sögn Árna hjá Umhverfisstofnun. Hann segir, að það hafi hins vegar ekki verið hægt til þessa vegna mótmæla hluta þeirra sem eiga land að svæðinu eða hluta af því. "Það þarf að lagfæra göngustígana og gera þá skýrari og betri," segir hann. "Þá þyrfti jafnvel að reisa útsýnispall uppi í brekkunni, til að hægt sé að horfa meira niður í Geysisskálina. En málið er það, að ríkið á einungis þrjá hektara innan girðingar. Á þeim eru Geysir og Strokkur. Það hafa verið viðræður í heil níu ár, með hléum, milli ríkisins og annarra sem eiga þarna land. Það hefur ekki náðst samkomulag um uppbygginguna. Fyrir þremur árum stóð til að gera göngupalla á svæðinu. Við vorum komnir með efni á staðinn og fólk til að vinna það. Þá stöðvuðu þessir aðilar, sem eiga svæðið á móti ríkinu, þessar framkvæmdir af, þannig að farið var með göngupallana inn á Hveravelli." Árni segir að andstaða landeigendanna byggist á því, að fari ríkið í uppbyggingu á svæðinu, þannig að það verði landi og þjóð til sóma, þá sé búið að létta allri pressu af því að kaupa landið. Hann kveðst vel skilja sjónarmið þeirra, því um hagsmunamál sé að ræða. "Málið er því í sjálfheldu og það er hvorki hægt að komast aftur á bak né áfram með það," segir hann. "Það stóð til að deiliskipuleggja svæðið og teikna það allt upp á síðasta ári. Við fengum þá beiðni frá umhverfisráðuneytinu um að fresta því, þar sem á þeim tíma voru viðræður í gangi, sem ráðuneytið taldi hættu á að myndu spillast ef farið væri að ýta við málinu." Hvað varðar framkomna gagnrýni á skort á öryggismerkingum á hverasvæðinu sagði Árni að Umhverfisstofnun teldi sig tryggja lágmarksöryggi á því. "Það eru bönd þarna og ætlast er til að fólk fari ekki yfir þau. Því miður er það þannig, að sumir menn virða það ekki. Við höfum upplifað það margoft, að jafnvel sumir leiðsögumenn hópanna eru fyrstir til að stíga yfir böndin. Svo er alltaf spurning hversu mikið eigi að girða eða merkja, því ef of mikið er gert af því er verið að eyðileggja upplifun ferðamanna á staðnum og skemma allar myndir sem fólk er að taka af þessum fyrirbærum. Við erum að reyna að fara bil beggja. Svo erum við með starfandi landvörð þarna allt sumarið. Hann tryggir að merkingar séu í lagi og fræðir fólk sem kemur á staðinn."
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira