Að soðna í eigin svita 13. ágúst 2004 00:01 Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún. Bílar Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún.
Bílar Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp