Innlent

Fjölskylda slapp úr eldi

Fjölskylda slapp naumlega og ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Talsverður eldur logaði í húsinu, sem er tveggja hæða raðhús, þegar fjölmennt slökkvilið kom á vettvang.  Eldurinn hafði náð að teygja sig út um glugga og alveg upp í þakið þannig að slökkviliðsmenn urðu að rjufa þekjuna til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Slökkvistarf gekk vel og tókst að verja áfast hús en ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið innanstokks og á búslóð. Eldsupptök eru ókunn. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×