Innlent

Má ekki breyta verði á ferðum nema með samþykki kaupanda

Björgvin G. Sigurðsson er viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson er viðskiptaráðherra.

Viðskiptaráðuneytið segir að samkvæmt lögum um alferðir megi ekki breyta verði á slíkri ferð nema skýrt sé tekið fram við samningsgerð að verð geti hækkað eða lækkað og nákvæmlega tilgreint hvernig reikna skuli út breytt verð.

Með alferð er til dæmis átt við sólarlandaferðir og borgarferðir en fregnir hafa borist af því að hækkanir séu í farvatninu hjá ferðaskrifstofum vegna lækkandi gengis.

Í tilkynningu viðskiptaráðuneytisins kemur fram að einungis sé hægt að breyta verði á slíkum ferðum ef flutningskostnaður, þar með talið eldneytisverð, breytist eða ef skattar eða gengi breytist. Til þess að heimilt sé að breyta verðinu þurfi hins vegar að koma skýrt fram í skilmálum sem kaupandi samþykkir við kaup að til breytinga geti komið.

Ekki er nægjanlegt að vísa til aukaskilmála vegna verðbreytinga, t.d. í bæklingi. Ekki er heimilt að hækka verð alferðar síðustu 20 daga fyrir brottfarardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×