Menningarstjórnun á Bifröst 1. september 2004 00:01 "Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið. Nám Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið.
Nám Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“