Menningarstjórnun á Bifröst 1. september 2004 00:01 "Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið. Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið.
Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira