Lífið

Jonah Hill lenti í lífsháska á fylleríi með Channing Tatum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Leikarinn ástsæli Jonah Hill lenti í lífsháska árið 2012 þegar hann var að skemmta sér í Ástralíu með félaga sínum, leikaranum Channing Tatum.

Í útvarpsviðtali á miðvikudag lýsti Hill hvað gerðist þennan örlagaríka dag árið 2012. „Við Channing vorum að koma úr flugi. Þetat var langt flug og við höfðum skemmt okkur aðeins of mikið, ég fór í sjóinn og lenti strax í útsogi.“

Hill hefur áður sagt frá atvikinu en í viðtali við spjallþáttarstjórnandann Conan O‘Brien greindi hann betur frá atvikinu.

„Við förum í sjóinn og ég byrja að synda og svo eftir það sem það sem virðist vera sekúnda lít ég til baka og Chan er um það bil mílu í burtu frá mér. Hann er við ströndina að taka myndir með fólki á meðan ég reyni að halda mér á floti. Hvar er ég? Hvað er í gangi? Ég byrja að synda eins hratt og ég get og kemst ekkert og að lokum hugsaði ég „svona mun ég deyja“ Ég er gaur sem dó í hafinu við Ástralíu... dauðadrukkinn. Loksins kom maður á sæþotu og hjálpar mér.“

Það er lukka að ekki fór verr og að maðurinn á sæþotunni hafi komið í tæka tíð.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.