Lampard er því áttundi Englendingurinn sem hefur náð þeim merka áfanga að leika 100 landsleiki fyrir England.
,,Þetta var magnað kvöld fyrir mig persónulega og stund sem ég gleymi aldrei,“ sagði Lampard.
„Ég var bara að einbeita mér af leiknum allan tímann og hugsaði ekkert um það að þetta væri minn 100. leikur fyrir England. Þetta var erfiður leikur og gott stig sem við náðum í.“
Þeir átta leikmenn sem hafa leikið 100 landsleiki eða meira fyrir Englendinga.

Billy Wright (1946-1959)
Sir Bobby Charlton (1958-70)
Bobby Moore (1962-73)
Peter Shilton (1970-1990)
David Beckham (1996-2009)
Steven Gerrard (2000-2013)
Ashley Cole (2001-2013)
Frank Lampard (1999-2013)