Friðlýsa á Akurey til að vernda fuglalífið ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 07:00 Mikið fuglalíf er í Akurey en nítján fuglategundir hafa fundist á eyjunni. Mynd/Jóhann Óli Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Fuglaverndar um að hefja friðlýsingarferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Fuglavernd fór einnig fram á friðlýsingu Lundeyjar en mikið fuglalíf er á eyjunum. „Þar er lundavarpið mikilvægast en bæði Akurey og Lundey eru stór vörp á landsvísu og fer varp þar vaxandi,“ ritar Snorri Sigurðsson, líffræðingur og starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs, í umsögn um friðlýsinguna til Umhverfis- og skipulagsráðs.Snorri Sigurðsson mælir með því að Akurey verði friðlýst enda sé þar mikilvægt lundavarp„Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár á Suður- og Vesturlandi. Lundavarpið á þessum eyjum er mikilvægt í þessum landshluta,“ segir Snorri en árið 2004 var talið að 19 þúsund lundavarpholur væru í Akurey og 8.500 lundavarpholur í Lundey. „Það var reyndar smá uppsveifla í sumar vegna sandsílagöngu í Faxaflóa en það var bara eitt sumar,“ segir Snorri. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði á ríkið varðandi friðlýsingu Lundeyjar þar sem ríkið á eyjuna. Þó er mælt með því að Reykjavíkurborg hvetji til friðlýsingar Lundeyjar. Það væri að mörg leyti skynsamlegt að friðlýsa báðar eyjurnar samtímis samkvæmt umsögn Snorra sem Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti. Fuglavernd mun fara fram á friðlýsingu Lundeyjar við ríkið að sögn Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóra Fuglaverndar. Æðadúntaka hefur verið stunduð á Akurey og lundaveiði í Lundey. Ljóst er að lundaveiði verður bönnuð á eyjunum ef til friðlýsingar kemur. Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggjast af að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar. Reykjavíkurborg mun á næstu dögum hefja samstarf við Umhverfisstofnun að því hvaða leið eigi að fara við friðlýsingu. „Það mun taka tíma. Það þarf að safna gögnum og meta friðlýsingakosti. Það þarf ekki að vera að öll eyjan verði friðlýst,“ segir Snorri.Magnús Kr. Guðmundsson, flotastjóri Sérferða er ánægður með að friðlýsa eigi Akurey.„Mér líst alveg ofboðslega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson, flotaforingi Sérferða sem hafa boðið upp á skoðunarferðir umhverfis Akurey frá árinu 1996. „Við höfum farið með tugi þúsunda ferðamanna að Akurey að skoða lunda og okkur líst rosalega vel á ef það á að vernda eyjuna fyrir ágangi.“ Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Fuglaverndar um að hefja friðlýsingarferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Fuglavernd fór einnig fram á friðlýsingu Lundeyjar en mikið fuglalíf er á eyjunum. „Þar er lundavarpið mikilvægast en bæði Akurey og Lundey eru stór vörp á landsvísu og fer varp þar vaxandi,“ ritar Snorri Sigurðsson, líffræðingur og starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs, í umsögn um friðlýsinguna til Umhverfis- og skipulagsráðs.Snorri Sigurðsson mælir með því að Akurey verði friðlýst enda sé þar mikilvægt lundavarp„Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár á Suður- og Vesturlandi. Lundavarpið á þessum eyjum er mikilvægt í þessum landshluta,“ segir Snorri en árið 2004 var talið að 19 þúsund lundavarpholur væru í Akurey og 8.500 lundavarpholur í Lundey. „Það var reyndar smá uppsveifla í sumar vegna sandsílagöngu í Faxaflóa en það var bara eitt sumar,“ segir Snorri. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði á ríkið varðandi friðlýsingu Lundeyjar þar sem ríkið á eyjuna. Þó er mælt með því að Reykjavíkurborg hvetji til friðlýsingar Lundeyjar. Það væri að mörg leyti skynsamlegt að friðlýsa báðar eyjurnar samtímis samkvæmt umsögn Snorra sem Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti. Fuglavernd mun fara fram á friðlýsingu Lundeyjar við ríkið að sögn Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóra Fuglaverndar. Æðadúntaka hefur verið stunduð á Akurey og lundaveiði í Lundey. Ljóst er að lundaveiði verður bönnuð á eyjunum ef til friðlýsingar kemur. Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggjast af að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar. Reykjavíkurborg mun á næstu dögum hefja samstarf við Umhverfisstofnun að því hvaða leið eigi að fara við friðlýsingu. „Það mun taka tíma. Það þarf að safna gögnum og meta friðlýsingakosti. Það þarf ekki að vera að öll eyjan verði friðlýst,“ segir Snorri.Magnús Kr. Guðmundsson, flotastjóri Sérferða er ánægður með að friðlýsa eigi Akurey.„Mér líst alveg ofboðslega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson, flotaforingi Sérferða sem hafa boðið upp á skoðunarferðir umhverfis Akurey frá árinu 1996. „Við höfum farið með tugi þúsunda ferðamanna að Akurey að skoða lunda og okkur líst rosalega vel á ef það á að vernda eyjuna fyrir ágangi.“
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira