„Horft til himins með Halla Hansen, Gerard Butler og co. #Reykjavikurnætur," skrifar Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður með myndinni sem hann birti á instagram síðunni sinni í gær.
Þar má sjá skoska leikarann Gerard Butler og félaga Sölva, Halla Hansen bregða á leik. Samkvæmt heimildum Lífsins skemmtu þeir sér á Kaffibarnum og Gamla Gauknum kvöldið áður en Butler hélt aftur heim á leið.