Lífið

Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Butler kveðst hrifinn af landi og þjóð.
Butler kveðst hrifinn af landi og þjóð. Mynd/GettyImages
Leikarinn geðþekki Gerard Butler er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hann skemmti sér á Kaffibarnum í gærkvöldi en samkvæmt heimildum Vísis er hann staddur hér á landi í fríi ásamt kærustu sinni til þess að slappa af. Gestir á Kaffibarnum segja leikarann skoska hafa verið hinn rólegasta og ekki til í honum að vera með stjörnustæla.

Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni en hér á landi segist hann eiga stóran vin sem hann kallar Halla en tengiliður hans hér á landi er Halli Hansen, athafnamaður. Butler kom fyrst til landsins fyrir um áratug síðan til þess að taka upp myndina Bjólfskviðu eða Beowulf and Grendel en í myndinni léku þeir Ingvar saman titilhlutverkin. Skotinn sagðist á Íslandi sjá fyrirbæri sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. 

Næsta mynd Butler er Gods of Egypt sem kemur út í febrúar á næsta ári. 

Fékkstu mynd af þér með Butler? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×