Margrét Lára í Val 29. október 2004 00:01 Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira