Slökkviliðsstjóri sakar yfirmenn um einelti Sveinn Arnarsson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Slökkviliðið á Akureyri sér bæði um brunaútköll og sjúkraflutninga í lofti. Eineltismál hafa ítrekað komið upp innan liðsins en nú beinist eineltiskvörtunin að stjórnendum í Ráðhúsi bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Meintir gerendur í eineltismálinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar„Ég get lítið tjáð mig um málið annað en að slökkviliðsstjóri hefur sent inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis. Ég hef samt sem áður ekki fengið formlega kvörtun í hendurnar,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Nú mun þetta mál fara í sama farveg og sambærileg mál sem berast til sveitarfélagsins.“ Málið er litið alvarlegum augum innan bæjarkerfisins og mun nú fara af stað ferli til þess að leysa úr því. Stutt er síðan núverandi slökkviliðsstjóri tók við störfum þar sem fyrrverandi slökkviliðsstjóra var vikið úr starfi vegna eineltismála. Líklegast verður farin önnur leið að því að leysa mál Þorvaldar Helga, þar sem bæði bæjarlögmaður og starfsmannastjóri bæjarins sitja í eineltisteymi Akureyrarkaupstaðar, sem á að taka á málum sem þessum og vinna úr þeim.Sóley Björk Stefánsdóttir Oddviti VGSóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, segir þá stöðu sem upp er komin ekki boðlega og alvarlegt að sumir íbúar finni fyrir óöryggi vegna síendurtekinna eineltismála í slökkviliðinu. „Nú þarf að grípa til aðgerða sem ekki hafa verið notaðar áður. Það er ekki í lagi að eineltismál komi upp í slökkviliðinu svona ítrekað. Ég tel það vera skyldu mína sem bæjarfulltrúa að ganga úr skugga um það að slökkvilið bæjarins sé starfhæft og að íbúar finni ekki fyrir óöryggi. Íbúar verða að sjá að eitthvað verði gert í þessu máli,“ segir Sóley. Logi Már Einarsson er oddviti Samfylkingar í meirihluta Akureyrarbæjar. Logi segir að fundað verði um málið í dag. „Mér þykir ekki ólíklegt að bæjarstjóri kynni málið fyrir okkur. Ég þekki ekki efnislega til málsins og get ekki tjáð mig um það í sjálfu sér,“ segir Logi. „Hins vegar er ljóst að það eru viðvarandi vandamál á sama vinnustaðnum í ár og áratugi og árekstrar milli starfsmanna, þá hljóta menn að þurfa að skoða starfsemina frá grunni.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Meintir gerendur í eineltismálinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar„Ég get lítið tjáð mig um málið annað en að slökkviliðsstjóri hefur sent inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis. Ég hef samt sem áður ekki fengið formlega kvörtun í hendurnar,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Nú mun þetta mál fara í sama farveg og sambærileg mál sem berast til sveitarfélagsins.“ Málið er litið alvarlegum augum innan bæjarkerfisins og mun nú fara af stað ferli til þess að leysa úr því. Stutt er síðan núverandi slökkviliðsstjóri tók við störfum þar sem fyrrverandi slökkviliðsstjóra var vikið úr starfi vegna eineltismála. Líklegast verður farin önnur leið að því að leysa mál Þorvaldar Helga, þar sem bæði bæjarlögmaður og starfsmannastjóri bæjarins sitja í eineltisteymi Akureyrarkaupstaðar, sem á að taka á málum sem þessum og vinna úr þeim.Sóley Björk Stefánsdóttir Oddviti VGSóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, segir þá stöðu sem upp er komin ekki boðlega og alvarlegt að sumir íbúar finni fyrir óöryggi vegna síendurtekinna eineltismála í slökkviliðinu. „Nú þarf að grípa til aðgerða sem ekki hafa verið notaðar áður. Það er ekki í lagi að eineltismál komi upp í slökkviliðinu svona ítrekað. Ég tel það vera skyldu mína sem bæjarfulltrúa að ganga úr skugga um það að slökkvilið bæjarins sé starfhæft og að íbúar finni ekki fyrir óöryggi. Íbúar verða að sjá að eitthvað verði gert í þessu máli,“ segir Sóley. Logi Már Einarsson er oddviti Samfylkingar í meirihluta Akureyrarbæjar. Logi segir að fundað verði um málið í dag. „Mér þykir ekki ólíklegt að bæjarstjóri kynni málið fyrir okkur. Ég þekki ekki efnislega til málsins og get ekki tjáð mig um það í sjálfu sér,“ segir Logi. „Hins vegar er ljóst að það eru viðvarandi vandamál á sama vinnustaðnum í ár og áratugi og árekstrar milli starfsmanna, þá hljóta menn að þurfa að skoða starfsemina frá grunni.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira