Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 15:00 Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá. Fréttablaðið/Andri Marinó Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Margir hafa minnst Stefáns og vottað fjölskyldu hans samúð sína en Stefán Karl var hvað þekktastur út í heimi fyrir að leika Glanna Glæp í barnþáttunum Latabæ. Þættirnir voru sýndir í rúmlega 180 löndum og þýddir á fjölda tungumála. Þar á meðal á ensku og kölluðust þættirnir þá Lazy Town og fékk Glanni Glæpur nafnið Robbie Rotten. Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá fráfalli Stefáns Karls, þar á meðal fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC sem segir frá ferli Stefáns sem leikara og baráttu hans við krabbamein. Stefáns er einnig minnst á vef Fox News og á Boston Globe þar sem rifjað er upp þegar Stefán lék í uppfærslu á verkinu Þegar trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss í Boston.Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.Vísir/valgarður GíslasonCNN fjallar um fráfall hans og segir jafnframt frá baráttu Stefáns gegn einelti. Huffington Post segir frá fráfalli hans og viðbrögðum aðdáenda víða um heim sem minnast hans. Miðlarnir Daily Mail, Sky News og The Guardian minnast hans einnig. Þá var greint frá andláti hans á vef TMZ, Hello! og People ásamt fjölda annarra. Það sem einnig hefur gerst í kjölfar fráfalls Stefáns Karls er að mikill kippur hefur orðið á undirskriftasöfnun á vefnum Change.org þar sem kallað er eftir því að stytta verði reist í heimabæ hans Hafnarfirði. Tæplega 140 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorunina þegar þetta er ritað en stefnt var að 150 þúsund manns þegar lagt var af stað með hana. Það var Adem E. frá Glasgow sem hóf þá undirskriftasöfnun í fyrra. Stefán Karl tjáði sig um þessa undirskriftasöfnun um svipað leyti þar sem hann sagðist þakklátur fyrir hlý orð í sinn garð en sagðist fullkomlega andvígur því að verða einhver stytta. Eftir að fregnir bárust af andláti Stefáns ákváðu stjórnendur spjallborðsins Dank Memes á Reddit að leyfa einungis færslur á spjallborðinu sem tengjast Stefáni í 24 klukkustundir.Eitt af innleggjunum þar var birt til að hvetja lesendur spjallborðsins, sem eru 1,2 milljónir talsins, að gerast áskrifendur að Youtube-rás Stefáns, en frá því að innleggið var birt í gærkvöldi hefur áskrifendafjöldi hans aukist úr 206.000 í 250.000. Markmiðið með færslunni var að rás Stefáns næði milljón fylgjendum, og fengi þá svokallaðan gullhnapp, en í einu síðasta myndbandinu sem Stefán birti þakkar hann fylgjendum sínum fyrir eftir að hafa náð „silfurhnappi“.Stefán Karl varð að óvæntri internet-stjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð meme honum til heiðurs. Var þar um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Í nóvember árið 2016 var sett útgáfa af laginu á YouTube og úr varð nokkurs konar æði þar sem fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr spruttu upp sem milljónir horfðu á. Flest þessara myndbanda áttu það sameiginlegt að þeim fylgdi tengill á netsöfnun til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein. Andlát Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Margir hafa minnst Stefáns og vottað fjölskyldu hans samúð sína en Stefán Karl var hvað þekktastur út í heimi fyrir að leika Glanna Glæp í barnþáttunum Latabæ. Þættirnir voru sýndir í rúmlega 180 löndum og þýddir á fjölda tungumála. Þar á meðal á ensku og kölluðust þættirnir þá Lazy Town og fékk Glanni Glæpur nafnið Robbie Rotten. Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá fráfalli Stefáns Karls, þar á meðal fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC sem segir frá ferli Stefáns sem leikara og baráttu hans við krabbamein. Stefáns er einnig minnst á vef Fox News og á Boston Globe þar sem rifjað er upp þegar Stefán lék í uppfærslu á verkinu Þegar trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss í Boston.Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.Vísir/valgarður GíslasonCNN fjallar um fráfall hans og segir jafnframt frá baráttu Stefáns gegn einelti. Huffington Post segir frá fráfalli hans og viðbrögðum aðdáenda víða um heim sem minnast hans. Miðlarnir Daily Mail, Sky News og The Guardian minnast hans einnig. Þá var greint frá andláti hans á vef TMZ, Hello! og People ásamt fjölda annarra. Það sem einnig hefur gerst í kjölfar fráfalls Stefáns Karls er að mikill kippur hefur orðið á undirskriftasöfnun á vefnum Change.org þar sem kallað er eftir því að stytta verði reist í heimabæ hans Hafnarfirði. Tæplega 140 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorunina þegar þetta er ritað en stefnt var að 150 þúsund manns þegar lagt var af stað með hana. Það var Adem E. frá Glasgow sem hóf þá undirskriftasöfnun í fyrra. Stefán Karl tjáði sig um þessa undirskriftasöfnun um svipað leyti þar sem hann sagðist þakklátur fyrir hlý orð í sinn garð en sagðist fullkomlega andvígur því að verða einhver stytta. Eftir að fregnir bárust af andláti Stefáns ákváðu stjórnendur spjallborðsins Dank Memes á Reddit að leyfa einungis færslur á spjallborðinu sem tengjast Stefáni í 24 klukkustundir.Eitt af innleggjunum þar var birt til að hvetja lesendur spjallborðsins, sem eru 1,2 milljónir talsins, að gerast áskrifendur að Youtube-rás Stefáns, en frá því að innleggið var birt í gærkvöldi hefur áskrifendafjöldi hans aukist úr 206.000 í 250.000. Markmiðið með færslunni var að rás Stefáns næði milljón fylgjendum, og fengi þá svokallaðan gullhnapp, en í einu síðasta myndbandinu sem Stefán birti þakkar hann fylgjendum sínum fyrir eftir að hafa náð „silfurhnappi“.Stefán Karl varð að óvæntri internet-stjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð meme honum til heiðurs. Var þar um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Í nóvember árið 2016 var sett útgáfa af laginu á YouTube og úr varð nokkurs konar æði þar sem fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr spruttu upp sem milljónir horfðu á. Flest þessara myndbanda áttu það sameiginlegt að þeim fylgdi tengill á netsöfnun til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein.
Andlát Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15